Aukin orlofsréttur félagsmanna

Rétt er að minna á breytingar sem urðu á orlofsgreiðslum samkvæmt ákvæðum kjarasamninga þann 1. maí 2024 og 1. maí 2025 sjá nánar í grein 6.1. í ferðaþjónustusamningnum og í grein 4.1 í almenna kjarasamningnum milli SA og SGS. Kjarasamningarnir eru aðgengilegir inn á heimasíðu stéttarfélaganna, framsyn.is

  • Lágmarksorlof eru áfram 24 virkir dagar. Orlofslaun skulu vera 10,17% af öllu kaupi, hvort sem er fyrir dagvinnu eða yfirvinnu.
  • Þessi breyting gildir frá 1. maí 2024: Starfsmaður sem náð hefur 22 ára aldri og starfað hefur í 6 mánuði í sama fyrirtæki skal eiga rétt á orlofi í 25 daga og orlofslaunum sem nema 10,64%.  (Orlof sem kemur til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2025).
  • Þessi breyting gildir frá 1. maí 2024: Starfsmaður sem unnið hefur í 5 ár í sama fyrirtæki á rétt á orlofi í 26 virka daga og orlofslaunum sem nema 11,11%. (Orlof sem kemur til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2025).
  • Þessi breyting gildir frá 1. maí 2025: Starfsmaður sem unnið hefur í 5 ár í sama fyrirtæki á rétt á orlofi í 28 virka daga og orlofslaunum sem nema 12,07%. (Orlof sem kemur til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2026).
  • Með sama hætti öðlast starfsfólk sem unnið hefur 10 ár hjá sama fyrirtæki 30 daga orlofsrétt og 13,04% orlofslaun. Orlofsréttur reiknast frá upphafi næsta orlofsárs eftir að ofangreindum starfstíma er náð.
  • Starfsmaður sem hefur fengið aukinn orlofsrétt vegna starfa í sama fyrirtæki öðlast hann að nýju eftir þrjú ár hjá nýjum atvinnurekanda, enda hafi rétturinn verið staðreyndur.
Deila á