Göngum vel um orlofsíbúðirnar

Afar mikilvægt er að félagsmenn gangi vel um orlofshús og íbúðir á vegum stéttarfélaganna. Almennt er gengið afar vel um íbúðirnar sem er afar ánægjulegt en innan um eru nokkrir sóðar sem virða ekki leikreglur. Í þeim tilvikum þarf að kalla út þrifagengi eftir dvöl þeirra í íbúðunum á kostnað viðkomandi aðila sem dvelja í íbúðunum. Gjaldið er kr. 25.000,-. Verði menn uppvísir af slæmri umgengni afsala þér sér jafnframt rétti til að fá aftur íbúðir á vegum stéttarfélaganna. Mikilvægt er að menn skilji við íbúðirnar í góðu lagi fyrir næstu gesti. Þá verða allir glaðir og hamingjusamir.

Deila á