Stórmeistari í heimsókn

Meistari, Tryggvi Marteinsson, sem lengi starfaði hjá stéttarfélaginu Eflingu kom við á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík í dag. Tryggvi er á ferðalagi um Norðurland og taldi við hæfi að heilsa upp á formann Framsýnar, Aðalstein Árna, en þeir hafa lengi starfað saman að verkalýðsmálum og verið samherjar hvað það varðar að berjast fyrir kjörum verkafólks, þar hefur Tryggvi verið góður bandamaður. Hann er nú hættur störfum og nýtur lífsins í botn eftir farsæl störf að verkalýðsmálum. Að sjálfsögðu tóku þeir stöðuna í hreyfingunni og væringar sem hafa verið innan hennar á undanförnum árum.

Deila á