Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fundaði í gær með Aðalsteini Árna Baldurssyni formanni Framsýnar og Kára Marís Guðmundssyni forstjóra PCC um málefni PCC. Því miður bendir ýmislegt til þess að rekstrarstöðvun sé yfirvofandi hjá PCC BakkaSilicon hf. á Húsavík en fyrirtækið framleiðir kísilmálm sem seldur er að mestu til útlanda. Fundurinn var mjög gagnlegur en skiptust fundarmenn á skoðunum um stöðu og framtíð fyrirtækisins.
