Velheppnaður ársfundur Lsj. Stapa 2025

Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs fór fram í gær, 13. maí í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Að venju voru tekin fyrir hefðbundin ársfundarstörf. Alls tóku níu fulltrúar frá Framsýn og Þingiðn þátt í fundinum.

Elsa Björg Pétursdóttir, stjórnarformaður sjóðsins, flutti skýrslu stjórnar. Því næst fór Jóhann Steinar Jóhannsson framkvæmdastjóri yfir ársreikning og áritanir auk þess að gera grein fyrir tryggingafræðilegri stöðu. Jóna Finndís Jónsdóttir, forstöðumaður réttindasviðs Stapa, fór yfir víxlverkanir almannatrygginga og lífeyrissjóða en breytingar eru að verða þar á þann 1. september nk. sem munu hafa áhrif á lífeyrisþega og lífeyrissjóði. Þá fór Óli Þór Birgisson, forstöðumaður eignastýringar, yfir fjárfestingarstefnu og ávöxtun það sem af er ári 2025.

Þá var farið yfir starfskjarastefnu Stapa sem er efnislega óbreytt frá fyrra ári. Í umfjöllun um framkvæmd starfskjarastefnu (5.tl.) var hins vegar skerpt á orðalagi til að taka af allan vafa um að sjóðurinn notar ekki og hyggst ekki styðjast við kaupauka við framkvæmd starfskjarastefnu sinnar. Tillögurnar voru samþykktar samhljóða. 

Gögn fundarins:

Ársreikningur Stapa 2024
Ársskýrsla Stapa 2024
Tillögur fyrir ársfund
Starfskjarastefna

Deila á