Á aðalfundi Framsýnar var gerð grein fyrir greiðslum fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana til félagsins. Um er að ræða félagsgjöld starfsmanna og lögbundin iðgjöld atvinnurekenda í sjóði Framsýnar og í starfsmenntasjóði atvinnulífsins. Sveitarfélagið Norðurþing greiddi mest allra í iðgjöld til Framsýnar árið 2024, líkt og árið áður. Rétt á eftir kemur PCC á Bakka sem greiddi mest til Framsýnar sé tekið mið af fyrirtækjum á félagssvæðinu.
Stærstu greiðendur iðgjalda til Framsýnar 2024 eftir röð:
Sveitarfélagið Norðurþing
PCC BakkiSilicon hf.
Þingeyjarsveit
GPG. Seafood ehf.
Ríkissjóður Íslands
Íslandshótel hf.
Kjarnafæði-Norðlenska hf.
Húsheild ehf.
Jarðboranir hf.
Samherji fiskeldi ehf.
Kaldvík hf.