Viltu vera fulltrúi Framsýnar á ársfundi Lsj. Stapa?

Ársfundur Lsj. Stapa verður haldinn þriðjudaginn 13. maí nk. á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Fundurinn hefst kl. 14.00. Félagsmönnum Framsýnar sem jafnframt eru sjóðfélagar í Lsj. Stapa stendur til boða að vera fulltrúar félagsins á ársfundinum. Framsýn á rétt á 15 fulltrúm á fundinn. Þeir sem eru tilbúnir að gefa kost á sér eru vinsamlegast beðnir um að senda skilaboð þess efnis á netfangið kuti@framsyn.is fyrir 22. apríl nk. þar sem ganga þarf frá kjörinu endanlega þann 23. apríl á aðalfundi Framsýnar. Nánari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna. Vinnutap og ferðakostnaður vegna fundarins á Egilsstöðum er greiddur af Framsýn. Fulltrúar félagsins bera því ekki kostað af ferðinni og fundinum.

Deila á