Fundað með ráðherra um flugsamgöngur

Fulltrúar frá stéttarfélögunum og sveitarfélögum í Þingeyjarsýslum funduðu í dag með Eyjólfi Ármannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og aðstoðarmönnum hans um flugsamgöngur um Húsavíkurflugvöll. Fulltrúar frá fyrirtækjum þ.m.t. ferðaþjónustunni, SSNE og Húsavíkurstofu sátu einnig fundinn. Tilgangurinn fundarins var að vekja athygli ráðherra á mikilvægi flugsamgangna milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Ráðherra tók ábendingum heimamanna vel en þeir hafa myndað með sér baráttuhóp til að berjast fyrir áframhaldandi og öruggum flugsamgöngum inn á svæðið, heimamönnum og öllum þeim sem leið eiga norður í land til hagsbóta .

Deila á