Kjarasamningar SGS komnir í endurbættan búning

Eitt af hlutverkum Starfsgreinasambandsins er að gefa út þá kjarasamninga sem sambandið á aðild að, bæði á prenti og á stafrænu formi (PDF).

Sambandið hefur á undanförnum mánuðum unnið að svokölluðum heildarútgáfum á þeim samningum sem undirritaðir voru 2024 og hefur sú vinna m.a. falið í sér nýja uppsetningu og breytt útlit. Allt umbrot er nú orðið stílhreinna og staðlaðra sem gerir samningana mun læsilegri fyrir vikið. Þá er komin skýrari litapalletta sem hjálpar til við aðgreiningu samninganna og mun sambandið koma til með að nota viðkomandi liti í auknum mæli á öðrum miðlum, s.s. nýrri vefsíðu sem fer senn í loftið.

Þessari heildarútgáfu er nú lokið og eru vefútgáfur samninganna orðnar aðgengilegar á vef sambandsins. Prentuð eintök verða aðgengileg félagsmönnum á skrifstofum aðildarfélaga SGS um miðja næstu viku.

Um er að ræða útgáfur á eftirtöldum samningum:

Þá eru enskar og pólskar þýðingar á núgildandi kjarasamningum SGS og SA einnig orðnar aðgengilegar á vef sambandsins.

Deila á