Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar hefur samþykkt að selja íbúð félagsins í Asparfelli 8 í Reykjavík. Óhentugt hefur verið að eiga íbúð í fjölbýlishúsinu þar sem allar aðrar íbúðir félagsins eru í Þorrasölum í Kópavogi. Gengið var frá sölunni í gær og er íbúðin því ekki lengur í útleigu til félagsmanna. Leit er hafin að annarri íbúð fyrir félagsmenn þar sem ekki stendur til að minnka aðgengi þeirra að íbúðum á höfuðborgarsvæðinu enda mikil ásókn í búðirnar. Framsýn og Þingiðn eiga í dag fimm íbúðir í Þorrasölum og þá á Starfsmannafélag Húsavíkur eina íbúð í Sólheimum.
