Um áramótin skrifaði formaður Framsýnar grein inn á Vísi.is um þá sérstöku ákvörðun fyrirtækja innan SVEIT að stofna með sér gervi stéttarfélag sem fengið hefur nafnið „Virðing“. Vissulega er það nokkuð sérkennilegt að hópur veitingamanna á Íslandi telji það vera einu færu leiðina til að halda úti starfsemi, að sniðganga umsamin lágmarkskjör og ákveða launakjör starfsfólks eftir eigin geðþótta. Veitingamenn svöruðu greininni sem kallaði á viðbrögð frá greinarhöfundi, Aðalsteini Árna. Hér má lesa greinina sem birtist í morgun á Visi.is. https://www.visir.is/g/20252672967d/sveit-kastid-inn-handklaedinu