Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum standa fyrir tveggja daga trúnaðarmannanámskeiði í mars. Námskeiðið verður haldið í fundarsal stéttarfélaganna á Húsavík.
Dagar og tími:
Fimmtudagur 20. mars 09:00-15:00; Samningatækni. Leiðbeinandi Bergþóra Guðjónsdóttir.
Föstudagur 21. mars 09:00-15:00; Túlkun talna og hagfræði. Leiðbeinandi kemur frá ASÍ.
Á námskeiðinu er farið yfir helstu hugtök í samningatækni.
• Lögð er áhersla á eðli og markmið samninga, grunnatriði samningagerðar og hvernig hún er notuð í daglegu lífi við úrlausn mála sem koma inn á borð trúnaðarmanna.
• Megináhersla er lögð á helstu hagfræðihugtök í daglegu lífi og í kjarasamningagerð, s.s. kaupmátt launa, mun á hlutfallslegri hækkun eða krónutöluhækkun.
• Einnig áhrif verðbólgu á hag launamanna og verðlag.
Nemendur þurfa að skrá sig inn á innri vef Félagsmálaskólans, www.felagsmalaskoli.is. Stofna aðgang með netfangi og lykilorði. Búið er að opna fyrir skráningu. Þar sækja nemendur þau námsgögn sem notuð eru fyrir hvern námsþátt. Á innri vef fara fram samskipti nemenda og leiðbeinenda. Nemendur munu geta fylgst með námsframvindu sinni inni á innri vef skólans. Þar munu þeir einnig fylla út námsmat og sækja viðurkenningarskjölin að námskeiði loknu. Munið að nauðsynlegt er fyrir nemendur að hafa meðferðis fartölvu, ipad eða símann sinn á námskeiðin, þar sem námsefni er meira eða minna rafrænt.
Samkvæmt ákvæðum kjarasamninga eiga trúnaðarmenn rétt á að sækja trúnaðarmannanámskeið og halda launum. Þá greiða stéttarfélögin ferðakostnað og gistingu í þeim tilvikum sem trúnaðarmenn búa utan Húsavíkur.
Vanti trúnaðarmönnum frekari upplýsingar eða ef þeir þurfa aðstoð við að skrá sig er þeim velkomið að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna.