Málefnalegt þing BSRB

47. þing BSRB var haldið á Hilton Hótel Nordica í byrjun október. Um 220 þingfulltrúar frá öllum aðildarfélögum höfðu seturétt á þinginu. Þing BSRB eru haldin þriðja hvert ár og fara þau með æðsta vald í öllum málum bandalagsins. Þingið tekur til umfjöllunar öll þýðingarmikil málefni og mótar stefnu BSRB. Þá er kosið í helstu embætti bandalagsins á þingum þess. Starfsmannafélag Húsavíkur átti tvo góða fulltrúa á þinginu, það er Hermínu Hreiðars og Bergljótu Friðbjörns. Þær voru ánægðar með þingið.

Dagskrá þingsins og aðrar upplýsingar má finna á þingvef BSRB

Deila á