Við gerð síðustu kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum voru orlofsréttindi félagsfólks aukin. Það er í kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins.
Frá og með 1. maí 2024 breytist ávinnsla orlofs, þ.e. orlof sem kemur til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2025. Eftir 22 ára aldur og 6 mánuði í fyrirtæki er orlof 25 dagar og orlofslaun 10,64%. Eftir 5 ár í fyrirtæki er orlof 26 dagar og orlofslaun 11,11%.
Frá og með 1. maí 2025 breytist ávinnsla orlofs, þ.e. orlof sem kemur til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2026. Eftir 5 ár í fyrirtæki er orlof 28 dagar og orlofslaun 12,07%
Síðan gildir eldri reglan áfram, það er starfsmenn sem starfað hafa í sama fyrirtæki í 10 ár eiga 30 daga orlofsrétt og 13,04% orlofslaun.
Hér má sjá nánari upplýsingar um breytingar á áður gildandi kjarasamningi er varðar orlofið og önnur atriði samningsins.
www.sgs.is/media/2052/glaerukynning-sgs-um-nyjan-kjarasamning-sgs-og-sa.pdf