Samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar voru 830 atvinnulausir á Norðurlandi eystra í lok síðasta mánaðar. Flestir þeirra voru atvinnulausir á Akureyri (Akureyrarkaupstaður) eða 542. Því næst voru flestir atvinnulausir í Norðurþingi eða 92. Í heildina voru 150 skráðir atvinnulausir á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Atvinnuleysið í Þingeyjarsýslum skiptist nokkuð jafn milli kynja þar sem atvinnulausir karlar voru 80 og konur 70. Um þessar mundir er nokkuð að lifna yfir atvinnulífinu og hefur þó nokkuð verið um afskráningar undanfarið enda vorið framundan með betri tíð.