Kjarasamningur við Landsvirkjun samþykktur

Atkvæðagreiðslu er lokið um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Landsvirkjunar sem undirritaður var 25. júní síðastliðinn. Samningurinn nær til félagsmanna innan aðildarfélaga SGS, þar á meðal félagsmanna Framsýnar, sem starfa hjá Landsvirkjun vítt og breitt um landið og vinna við rekstur, viðhald og aðra þjónustu í dreifikerfum og aflstöðvum sem eru í rekstri.

Á kjörskrá voru 16 manns. Atkvæði greiddu 9, eða 56,25%, og var samningurinn samþykktur með öllum greiddum atkvæðum. Nýjan samning má nálgast hér.

Deila á