Fyrsti fundur Framsýnar eftir aðalfund

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar mun koma saman til fundar fimmtudaginn 19. júní kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Um er að ræða fyrsta fundinn eftir aðalfund félagsins sem haldinn var 3. maí. Þá urðu verulegar breytingar á félagsmönnum í stjórnunarstöðum innan félagsins. Dagskrá fundarins er eftirvarandi:

Dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar

2. Inntaka nýrra félaga

3. Starfsemi Framsýnar

4. Kjaramál

5. Kjarasamningur við PCC

6. Þing AN á Illugastöðum

7. Hraunholt 26-28

8. Skrifstofa stéttarfélaganna

9. Sparisjóður S-þing

10. Stuðningsyfirlýsing við FA

11. Erindi: Orlofsbyggðin Illugastöðum

12. Kjör á trúnaðarmönnum

  • Ágúst S. Óskarsson, Slökkvilið Norðurþings
  • Sigtryggur Ellertsson, Skógarbrekka
  • Örn Heimir Björnsson Mývatn-Berjaya Iceland hotels

13. Önnur mál

Deila á