Gleði og hamingja á aðalfundi Framsýnar

Því miður hefur ekki tekist að fjalla mikið um helstu málefni aðalfundar Framsýnar vegna mikilla anna á Skrifstofu stéttarfélaganna en það kemur. Vonandi verður það hægt í næstu viku enda mikið um ákvarðanir á aðalfundinum s.s. hækkanir á styrkjum til félagsmanna og þá var samþykkt að færa HSN 15.000.000,- króna gjöf til kaupa á mikilvægum tækjum fyrir stofnuninna. Við munum segja frá því síðar enda um að ræða mikilvæga gjöf sem á eftir að nýtast samfélaginu vel. En menn koma og fara, á aðalfundinum kölluðu formaður og varaformaður Aðalstein Gíslason, Svövu Árnadóttir og Þóri Stefánsson upp til að þakka þeim fyrir vel unninn störf í þágu félagsins til fjölda ára en þau gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi starfa fyrir félagið. Þess ber að geta að þau hafa þjónað félaginu vel og verið mjög virk í starfi þess auk þess að sækja fundi, ráðstefnur og þing á vegum verkalýðshreyfingarinnar sem fulltrúar Framsýnar stéttarfélags. Fengu þau smá glaðning frá félaginu á þessum tímamótum. Fundarmenn klöppuðu vel og lengi fyrir þeim.

Deila á