Á síðasta fundi Þingiðnar, félags iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum var samþykkt að beina þeim tilmælum til iðnaðarmanna að þeir virði starfsréttindi hverra iðngreina fyrir sig. Þá var samþykkt að félagið beiti sér jafnframt fyrir því að ófaglærðir menn séu ekki að taka að sér verkefni s.s. málun húsa og viðgerðir á bílum gegn greiðslu enda sé um að ræða lögvernduð starfsréttindi.
Skrifstofa stéttarfélaganna hefur fengið kvartanir frá iðnaðarmönnum sem telja að brotið sé á þeirra starfsréttindum, jafnvel með svartri atvinnustarfsemi. Skrifstofa stéttarfélaganna hefur ákveðið að herða eftirlitið með þessari atvinnustarfsemi í samvinnu við skattayfirvöld.
Iðnaðarmenn eru eðlilega óánægðir með að ófaglærðir stafsmenn séu að taka að sér verkefni gegn greiðslu er falla undir starfsréttindi iðnaðarmanna.