Nú rétt í þessu varð ljóst að nýr kjarasamningur Framsýnar/LÍV og Samtaka atvinnulífsins hefur verið samþykktur. Verslunar- og skrifstofufólk innan Framsýnar starfa eftir þessum samning.
Óhætt er að segja að samningurinn hafi verið samþykktur með milklum yfirburðum eins og sjá má hér að ofan en tæplega 91% þeirra sem kusu samþykktu samninginn. Kjörsókn var rúmlega 32%.