Kjörstjórn Framsýnar auglýsir hér með rafræna atkvæðagreiðslu um nýgerða kjarasamninga LÍV við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda. Atkvæðagreiðslan hefst kl. 10:00 mánudaginn 18. mars 2024 og lýkur kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 21. mars 2024. Kosningarétt hefur allt félagsfólk Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar sem starfar samkvæmt þessum kjarasamningum.
Kosning fer fram á framsyn.is. Innskráning á kjörseðil er með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu stéttarfélaganna, framsyn.is
Kjörstjórn Framsýnar