Stjórn og trúnaðarmannaráð Verkalýðsfélags Þórshafnar samþykkti á fundi í gær að afturkalla samningsumboð félagsins frá Starfsgreinasambandi Íslands. Jafnframt óskuðu þau eftir góðu samstarfi við Framsýn sem þegar hefur dregið samningsumboðið til baka frá SGS í yfirstandandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Stjórnendur VÞ telja hag félagsmanna betur borgið í samstarfi með Framsýn en með Starfsgreinasambandi Íslands.