Stéttarfélögin hafa samið við Bílaleigu Húsavíkur um afsláttarkjör fyrir félagsmenn á bílaleigubílum fyrirtækisins í Reykjavík. Um er að ræða 15% afslátt frá listaverði. Stéttarfélögin og Bílaleiga Húsavíkur gerðu þennan samning til að auðvelda fólki sem nýtir sér flug frá Húsavík eða Akureyri að ferðast um höfuðborgarsvæðið í þægilegum bílum frá bílaleigunni. Þegar menn panta bíla hjá Bílaleigu Húsavíkur er nóg að þeir gefi upp að þeir séu félagsmenn í Framsýn, Þingiðn, Starfsmannafélagi Húsavíkur eða Verkalýðsfélagi Þórshafnar. Þá er þessi góði afsláttur í boði fyrir félagsmenn.