Atkvæðagreiðslu um kjarasamning Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem undirritaður var þann 6. febrúar, lauk kl. 15:00 í dag. Framsýn á aðild að samningnum fyrir fh. sjómanna innan félagsins.
Á kjörskrá voru 1.104 félagsmenn innan aðildarfélaga Sjómannasambandsins og greiddu 592 atkvæði um samninginn eða 53,62%.
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er þessi:
Af þeim sem kusu sögðu 367 já eða 61,99%, 217 sögðu nei eða 36,66% og auðir og ógildir seðlar voru 8 eða 1,35%.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 62,84% já og 37,16% sögðu nei.
Samningurinn var því samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta. Full ástæða er til að óska sjómönnum til hamingju en þeir hafa verið samningslausir frá árslokum 2019.