Þann 6. febrúar var undirritaður nýr kjarasamningur milli SSÍ og SFS. Eins og fram kemur í fréttatilkynningu hér á síðunni, undir annarri frétt er samningurinn byggður á samningnum sem felldur var í fyrra en í þessum samningi er tekið tillit til helstu atriða sem voru gagnrýnd í þeim samningi. Kynningu á helstu atriðum samningsins og þeim breytingum sem gerðar voru má sjá sjá hér.
Samninginn í heild sinni má nálgast hér.
Atkvæðagreiðsla um samninginn verður rafræn og hefst á hádegi þann 12. febrúar. Atkvæðagreiðslunni lýkur kl. 15:00 þann 16. febrúar. Athugið að hver einstaklingur getur aðeins kosið einu sinni og því ekki hægt að breyta atkvæðinu eftir að búið er að kjósa. Því er mikilvægt að sjómenn kynni sér samninginn vel áður en þeir kjósa.