Gleði og hamingja á menningar- og hrútadögum á Raufarhöfn

Hinn árlegi Hrútadagur á Raufarhöfn var haldinn laugardaginn 7. október auk þess sem menningardagar á Raufarhöfn hafa staðið yfir síðustu daga.

Fyrir mörgum er Hrútadagurinn á Raufarhöfn ómissandi hluti af haustinu. Á það bæði við um íbúa svæðisins, en einnig eru dæmi um fólk, sem gerir sér gjarnan ferð landshorna á milli til að skoða hrútakostinn, sýna sig og sjá aðra.

Á Hrútadeginum var boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá í reiðhöllinni. Um kvöldið voru síðan tónleikar með þekktum tónlistarmönnum. Um er að ræða framúrskarandi viðburð heimamanna.

Deila á