Byggðaráð Norðurþings tekur undir með Framsýn

Byggðaráð Norðurþings fjallaði nýlega um ákvörðun Vinnumálastofnunar  um að loka þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Húsavík í byrjun júlímánaðar. Framsýn hafði áður mótmælt ákvörðun Vinnumálastofnunar.

Niðurstaða Norðurþings: „Byggðarráð mótmælir þeirri ákvörðun Vinnumálastofnunar að loka þjónustuskrifstofu sinni á Húsavík sem hefur verið þar endurgjaldslaust í húsnæði stéttarfélagsins. Ráðið hvetur stofnunina til að endurskoða ákvörðun sína hið fyrsta.“

Deila á