Upplýsingafundur haldinn með starfsmönnum Norðursiglingar

Starfsfólk Norðursiglingar kom saman í gær til að fræðast um kjarasamninga, lög og reglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði, starfsemi stéttarfélaga og réttindi þeirra hjá Framsýn og lífeyrissjóðum. Fundurinn var haldinn af frumkvæði trúnaðarmanns starfsmanna, Alberto Delmalo. Mjög góð mæting var á fundinn og voru fundarmenn mjög ánægðir í fundarlok með upplýsingarnar sem þeir fengu á fundinum enda starfsmenn með mismunandi reynslu á íslenskum vinnumarkaði. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, var á fundinum og svaraði fyrirspurnum fundarmanna.

Deila á