Magnaðir smiðir – vantar þig góða fagmenn?

Framsýn fékk þá Þorvald Inga Björnsson og  Bjarna Þór Björgvinsson sem eru fagmenn góðir til að fara og laga nokkur atriði í bústað félagsins á Illugastöðum í Fnjóskadal. Settar voru upp nýjar gardínur, þakrennur og gengið frá nýjum húsgögnum í bústaðinn.  Þorvaldur og Bjarni eru verkmenn góðir en þeir byrjuðu nýlega að starfa sjálfstætt sem smiðir. Að sjálfsögðu eru þeir félagsmenn í Þingiðn. Það er full ástæða til að mæla með þeim enda drengir góðir í alla staði. Á meðfylgjandi myndum má sjá ný húsgögn og gardínur. Bústaðurinn er óvenjulegur glæsilegur um þessar mundir enda félagsmenn duglegir að nota þennan glæsilega bústað.

Deila á