Töluvert hefur verið um að fulltrúar stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum hafi verið beðnir um að koma með fræðslu inn á vinnustaði á félagssvæðinu. Það er fræðslu um starfsemi stéttarfélaga og ákvæði kjarasamninga. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar talsmaður Framsýnar var beðinn um að flytja erindi fyrir sumarstarfsmenn á Hvammi og HSN á Húsavík í byrjun sumars.