Fréttir af aðalfundi Framsýnar – launakjör félagsmanna í stjórnunarstörfum óbreytt milli ára

Launakjör aðalstjórnar, trúnaðarráðs og stjórna deilda innan félagsins verða óbreytt milli ára samkvæmt ákvörðun aðalfundarins. Það á einnig við um kjör fyrir aðrar stjórnir ráð og nefndir sem tilgreindar eru hér að neðan undir þessum lið.

Launakjör stjórnar og annarra félagsmanna í trúnaðarstörfum fyrir félagið starfsárið 2023-24:

Stjórn og varastjórn Framsýnar:

Þrír tímar í yfirvinnu skv. 11 launaflokki fiskvinnslufólks.

Formaður + varaformaður 1,5 tími í undirbúning og frágang funda til viðbótar.

Trúnaðarráð Framsýnar:

Þrír tímar í yfirvinnu skv. 11 launaflokki fiskvinnslufólks.

Stjórnir deilda Framsýnar, það er Sjómannadeildar og Deildar verslunar- og skrifstofufólks:

Tveir tímar í yfirvinnu skv. 11 launaflokki fiskvinnslufólks.

Formaður 1,5 tími í undirbúning og frágang funda til viðbótar.

Aðrar fastar stjórnir og nefndir kjörnar á aðalfundi fyrir Kjörstjórn, Kjörnefnd, Sjúkrasjóð, Vinnudeilusjóð, Orlofssjóð, Fræðslusjóð, Ungliðaráð, Siðanefnd, Laganefnd, 1. maí nefnd og skoðunarmenn reikninga. Þessi regla gildir jafnframt fyrir þær nefndir/stjórnir sem stjórn og trúnaðarráð félagsins skipar á hverjum tíma:

Tveir tímar í yfirvinnu skv. 11 launaflokki fiskvinnslufólks.

Deila á