Fréttir af aðalfundi Framsýnar – allt upp á borðinu

Á síðasta ári samþykkti stjórn og trúnaðarráð félagsins Innkaupastefnu fyrir félagið, en þar er um að ræða ákveðið frumkvæði hjá félaginu þar sem ekki er vitað til þess að önnur stéttarfélög hafi komið sér upp slíkri stefnu. Lögfræðingar Framsýnar og ASÍ komu að því að móta stefnuna með forsvarsmönnum og starfsmönnum félagsins. Fram kom ánægja hjá þeim með frumkvæði Framsýnar að móta sér reglur varðandi það að tryggja hagkvæmni í kaupum á vörum og þjónustu fyrir stéttarfélögin, en ekki síður að stuðla með þessu að góðu viðskiptasiðferði.

Deila á