Fréttir af aðalfundi Framsýnar – rekstur Hrunabúðar sf. gengur vel

Rekstur Hrunabúðar sf. hefur gengið mjög vel. Um þessar mundir eru öll skrifstofurými í notkun og rúmlega það þar sem fundarsalurinn er einnig í fastri útleigu. Hrunabúð sf. er félag í eigu Framsýnar og Þingiðnar. Eignarhluturinn á efri hæðinni skiptist þannig: Framsýn á 84% og Þingiðn 16%. Félagið var stofnað á árinu 2017 utan um sameiginlegt eignarhald og rekstur á efri hæð Garðarsbrautar 26 sem snýr að Árgötunni þar sem félögin töldu mikilvægt að eignast hæðina enda húsnæðið komið í töluverða niðurníðslu.  Árið 2021 fjárfesti Hrunabúð síðan í íbúð á efri hæð Garðarsbrautar 26. Íbúðin sem um ræðir er alls 232,2 fm. Búið er að innrétta um 180 fm. af íbúðinni. Hafin er vinna við að innrétta þann hluta sem er ófrágenginn. Íbúðin er í útleigu um þessar mundir.

Deila á