Framsýn er með samkomulag við Flugfélagið Erni um sérstök kjör á flugfargjöldum milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Samkomulagið byggir m.a. á því að Framsýn gerir magnkaup á flugmiðum og endurselur til félagsmanna. Flugmiðarnir hafa verið seldir á kostnaðarverði og eru aðeins ætlaðir félagsmönnum. Þeir einir geta ferðast á þessum kjörum. Án efa er þetta ein besta kjarabót sem Framsýn hefur samið um fyrir félagsmenn þegar við horfum til þess að félagið hefur sparað félagsmönnum umtalsverðar upphæðir síðan félagið hóf að selja félagsmönnum flugmiða/kóða á þessum hagstæðu kjörum. Með nýlega endurnýjuðu samkomulagi við flugfélagið tókst Framsýn að tryggja félagsmönnum áframhaldandi afsláttarkjör út árið 2023. Verð til félagsmanna í dag er kr. 15.000,- per flugmiða/kóða.