Í gær, 15. júní, hófst atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við sveitarfélögin sem Starfsmannafélag Húsavíkur ásamt tíu öðrum aðildarfélögum BSRB skrifuðu undir þann 10. júní sl.
Atkvæðagreiðslan er rafræn og ættu allir félagsmenn sem hafa virkt tölvupóstfang á skrá að hafa fengið slóð á kosninguna í tölvupósti ásamt kynningu á samningnum. Innskráning í kosninguna er með rafrænum skilríkjum. Einnig er hægt að skrá sig inn hér.
Kosningunni lýkur mánudaginn 19. júní kl. 12:00.
Um skammtímasamning er að ræða sem er með gildistíma frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024. Samkvæmt samningnum þá hækka mánaðarlaun að lágmarki um 35.000 kr. og desemberuppbót á árinu 2023 verður 131.000 kr. Samkomulag náðist um sáttagreiðslu að upphæð 105.000 kr. Auk þess var samið um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti.
Við viljum hvetja félagsmenn til að kynna sér kjarasamninginn og taka þátt í atkvæðagreiðslunni um hann.
Stjórn Starfsmannafélags Húsavíkur