Fréttir af aðalfundi Framsýnar – vantar fólk og húsnæði

Á árinu 2022 var atvinnuástandið á félagssvæði Framsýnar með miklum ágætum enda flestar atvinnugreinar búnar að ná sér eftir heimsfaraldurinn. Eins og staðan er í dag vantar starfsfólk til starfa í flestar atvinnugreinar. Kjölfestan í atvinnumálum í Þingeyjarsýslum hefur verið ferðaþjónusta, iðnaður, sjávarútvegur, landbúnaður og opinber þjónusta. Framsýn hefur átt gott samstarf við Vinnumálastofnun um að veita atvinnuleitendum á félagssvæðinu góða þjónustu. Hvað það varðar hafa aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna lagt starfsmanni Vinnumálastofnunar til skrifstofu að kostnaðarlausu en stofnunin hefur séð um að greiða starfsmanninum laun. Núverandi starfsmaður hefur bæði starfsstöðvar á Akureyri og Húsavík. Það er, hann er í hlutastarfi á Húsavík. Það sem stendur atvinnulífinu fyrir þrifum á svæðinu er vöntun á starfsmönnum og íbúðarhúsnæði.

Deila á