Um þessar mundir er unnið að lagfæringum á Kröflustöð sem er 60MW jarðgufuvirkjun á háhitasvæðinu við Mývatn. Krafla er jafnframt fyrsta stórvirkjun jarðgufu til rafmagnsframleiðslu á Íslandi en áður var byggð 2,5 MW jarðgufustöð í Bjarnaflagi. Kröflustöð er rekin af Landsvirkjun. Félagsmenn Framsýnar starfa m.a. hjá Landsvirkjun, þar á meðal Stefán Stefánsson sem jafnframt er öflugur trúnaðarmaður starfsmanna. Meðfylgjandi myndir tengjast framkvæmdunum í Kröflu sem nú standa yfir.
![](https://framsyn.is/wp-content/uploads/2023/05/DSC_3691-1024x576.jpg)
![](https://framsyn.is/wp-content/uploads/2023/05/DSC_3682-1024x576.jpg)