Framsýn bauð félagsmönnum á Raufarhöfn upp á samtöl við forsvarsmenn félagsins á föstudaginn. Fullbókað var í viðtalstímana. Þau voru á staðnum Aðalsteinn Árni formaður og nýráðnir starfsmenn stéttarfélaganna Kristján Ingi og Agnieszka. Formaður Framsýnar tók jafnframt einn teamsfund í leiðinni með landvörðum innan félagsins.