Starfsgreinasamband Íslands og Samtök atvinnulífsins undirrituðu nýjan kjarasamning í desember 20022 vegna starfa á almennum vinnumarkaði. Um var að ræða skammtímasamning sem gildir til 31. janúar 2024 þar sem lögð var megináhersla á launaliðinn og því er ekki um að ræða miklar efnislegar breytingar frá fyrri samningi.
Að undanförnu hafa samningsaðilar unnið að því að uppfæra heildarkjarasamninginn m.t.t. þeirra atriða sem samið var um í desember síðastliðnum og er þeirri vinnu nú lokið. Vefútgáfa heildarkjarasamningsins er tilbúin og aðgengileg á vef SGS.
Vinna að uppfærðri útgáfu kjarasamnings SGS og SA vegna veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi er hafin og verður uppfærður samningur aðgengilegur á heimasíðu SGS um leið og þeirri vinnu er lokið.