Glæsileg hátíð á Fosshótel Húsavík 1. maí 2023

Stéttarfélögin hafa ákveðið að færa hátíðarhöldin á Fosshótel Húsavík en þau hafa síðustu árin verið í Íþróttahúsinu á Húsavík. Hátíðarhöldin verða með breyttu sniði í ár og hefjast kl. 14:00. Boðið verður upp á kaffihlaðborð af bestu gerð frá hótelinu, hátíðarræðu dagsins, auk þess sem heimamenn í bland við góða gesti munu sjá um að skemmta gestum með mögnuðum tónlistaratriðum.

Dagskrá:

  • Steingrímur Hallgrímsson spilar Internasjónalinn/alþjóðasöng verkalýðsins
  • Hátíðarræða: Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar stéttarfélags
  • Hljómsveitin Ford Cortina: Flytjendur Unnsteinn Ingi Júlíusson, Daníel Borgþórsson og Edda Björg Sverrisdóttir
  • Hljómsveitin Tjarnastrengir úr Stórutjarnaskóla flytur nokkur lög undir stjórn Mariku Alavere
  • Sunnanvindur – eftirlætislög Íslendinga: Flytjendur Ásta Soffía Þorgeirsdóttir, Ragnheiður Gröndal og  Grétar Örvarsson

Meðan á hátíðarhöldunum stendur verður gestum boðið upp á veglegt kaffihlaðboð í boði stéttarfélaganna.

Þingeyingar og landsmenn allir, tökum þátt í hátíðarhöldunum og drögum fána að hún á hátíðar- og baráttudegi verkafólks 1. maí 2023.

Framsýn, stéttarfélag – Starfsmannafélag Húsavíkur – Þingiðn, félag iðnaðarmanna

Deila á