Framsýn í samvinnu við Þekkingarnet Þingeyinga standa fyrir starfslokanámskeiði. Til stendur að halda tvö námskeið, annað á Húsavík og hitt í Breiðumýri. Tímasetning er komin á námskeiðið á Húsavík, 29. mars í fundarsal stéttarfélaganna, sjá meðfylgjandi auglýsingu. Námskeiðið er öllum opið og er í boði Framsýnar stéttarfélags. Skráning er hafin inn á hac.is. Þekkingarnet Þingeyinga sér um að halda utan um skráningarnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið eru í boði hjá Þekkingarnetinu og Skrifstofu stéttarfélaganna. (Áríðandi er að þeir sem ætla að koma á námskeiðið skrái sig í dag á hac.is)