Verslunin Heimamenn fagna 1 árs afmæli í dag en verslunin opnaði formlega þann 10. mars 2022 eftir að Húsasmiðjan hafði lokað verslun fyrirtækisins á Húsavík gegn vilja íbúa á svæðinu. Sem betur fer tóku nokkrir verktakar sig til og opnuðu byggingavöruverslun í sama húsnæði og Húsasmiðjan hafði áður verið til húsa. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og sáu margir viðskiptavinir ástæðu til að koma við hjá Heimamönnum í dag og gleðjast með þeim. Til hamingju Heimamenn.