Gengið frá samningi við LS og SSÚ

Undirritaður hefur verið nýr kjarasamningur fyrir starfsfólk sem vinnur við uppstokkun eða beitningu í landi og netavinnu, en viðræður um nýjan samning hafa staðið yfir frá því í lok janúar. Samningurinn er á milli Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og Landssambands smábátaeigenda og Samtaka smærri útgerða hins vegar sem Framsýn á aðild að fyrir sína félagsmenn.

Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. nóvember 2022 og til 31. janúar 2024, sbr. kjarasamning SGS og SA sem undirritaður var 3. desember sl. Samkvæmt nýjum samningi hækkar kauptrygging frá 1. nóvember 2022 um 44.959 kr. og verður 448.224 kr., en upphæðin miðast við 15. launaflokk og 5 ára starfsaldursþrep í launatöflu SGS og SA. Samninginn í heild sinni má nálgast hér.

Vissulega hefur dregið verulega úr beitningu í landi á félagssvæði Framsýnar, miðað við hér á árum áður þegar flestir skúrar neðan við bakkan á Húsavík voru fullir af öflugum beitningamönnum. Það sama á við um Raufarhöfn. Það er því við hæfi að birta eina góða mynd frá síðustu öld með þessari frétt.

Deila á