Sjómannadeild Framsýnar stendur fyrir kynningarfundi fimmtudaginn 16. febrúar kl. 15:00 um nýgerðan kjarasamning sjómanna og SFS. Fundurinn verður haldinn í samstarfi við Sjómannafélag Eyjafjarðar að Skipagötu 14, 4-hæð, á Akureyri. Gestur fundarins verður Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands. Sætaferð verður frá Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík kl. 14:00. Einnig er hægt að nálgast allar upplýsingar um samninginn og kynningarefni inn á heimasíðu Framsýnar. Þeir sjómenn sem ætla að nýta sér sætaferðina til Akureyrar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir fimmtudaginn.