Framsýn stendur þessa dagana fyrir ljósmyndasýningu í Safnahúsinu á Húsavík í samstarfi við Safnahúsið. Sýningin var hluti að fjölmenningadegi þar sem fulltrúar níu þjóðlanda kynntu matarhefðir frá sínum heimalöndum í byrjun desember. Myndirnar á sýningunni, sem eru samtals tuttugu, eru teknar af Agli Bjarnasyni ljósmyndara sem vann þær í samstarfi við Framsýn og eru þær af erlendu fólki við störf í Þingeyjarsýslum. Sýningin hefur vakið töluverða athygli og verður hún opin næstu vikurnar. Síðan stendur til að koma þeim fyrir í fundaraðstöðu stéttarfélaganna þar sem þær verða áfram til sýnis fyrir gesti og gangandi. Skorað er á áhugasama að gera sér ferð í Safnahúsið og skoða ljósmyndasýninguna og aðrar sýningar sem eru í gangi þessa dagana og vikurnar.