Góður andi var meðal félagsmanna Framsýnar á kynningarfundi sem félagið stóð fyrir í dag um nýgerðan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Góð mæting var á fundinn. Eftir framsögu formanns urðu líflegar umræður um innihald samningsins. Ekki var annað að heyra en að menn væru almennt ánægðir með samninginn en rafræn atkvæðagreiðsla stendur nú yfir. Hægt er að kjósa með því að fara inn á heimasíðu Framsýnar. Óskir komu fram frá félagsmönnum fyrir fundinn að honum yrði streymt og var orðið við þeirri beiðni. Hér er slóðin: https://www.twitch.tv/videos/1677197533 vilji menn kynna sér innihald samningsins. Slóðin verður opin í viku.