Kröfugerð Þingiðnar gagnvart SA

Á fundi með Samtökum atvinnulífsins í síðustu viku var kröfugerð Samiðnar lögð fram vegna endurnýjunar kjarasamnings aðila. Þingiðn á aðild að kröfugerðinni fyrir sína félagsmenn. Tveir formlegir fundir hafa verið haldnir en samningurinn er laus frá og með 1. nóvember nk. Í viðræðunum fara iðnaðarmannafélögin í Húsi fagfélaganna saman sem ein heild. Í kröfugerðinni er m.a. gerð krafa um eftirfarandi:

  • Aukinn kaupmátt launa
  • Hlutfallshækkanir launa (prósentuhækkanir)
  • Leiðrétting á launum iðnaðarfólks
  • Færa taxta að greiddum launum
  • Aukinn orlofsréttur
  • Frekari stytting vinnuvikunnar
  • Verk- og tækninámi sé tryggt nægjanlegt fjármagn til að mæta aukinni aðsókn
  • Vinnustaðaeftirlit verði markvissara og skilvirkara

Kröfugerð Samiðnar gagnvart SA

 

Deila á