Styrkhlutfallið 90% framlengt til 31. desember 2022 og Framsýn gerir betur

Stjórnir sjóðanna Landsmenntar, Sveitamenntar, Ríkismenntar og Sjómenntar hafa samþykkt að framlengja 90% endurgreiðslu vegna styrkveitinga til 31. desember 2022 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem haldin eru/byrja innan þessa sama tímaramma. Félagsmenn Framsýnar eru aðilar að þessum sjóðum.

Breytingar á úthlutunarreglum voru eftirfarandi:

Endurgreiðslur til fyrirtækja vegna kostnaðar við námskeiðahald, voru hækkaðar úr allt að 75% í allt að 90% af styrkhæfum heildarkostnaði. Sveitamennt og Ríkismennt veita 100% styrki til stofnana sveitarfélaga og ríkisstofnana.

Hámarksupphæð einstaklingsstyrkja verður áfram kr. 130.000 á ári miðað við núverandi reglur.  Hlutfalli endurgreiðslu var hins vegar breytt og er 90% í stað 75% af kostnaði við námið.

Tómstundstyrkir sem voru 75% en að hámarki kr. 30.000 á ári eru í sama hámarki og hefðbundnir styrkir, það er kr. 130.000 á ári. Hlutfall endurgreiðslunnar verði sömuleiðis 90% af viðurkenndum kostnaði við námið.

Nánari upplýsingar veita Kristín Njálsdóttir, kristin@landsmennt.is og Hulda Björg Jóhannesdóttir, hulda@landsmennt.is í síma 599-1450 eða á tölvupósti. Þá er einnig hægt að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Til viðbótar má geta þess að Framsýn veitir félagsmönnum sem nýta rétt sinn að fullu úr kjarasamningsbundnu sjóðunum viðbótarstyrk allt að kr. 100.000,-. Ekki er vitað til þess að önnur stéttarfélög geri svona vel við félagsmenn.

Deila á