Plott og pukur

Varaformaður Verkalýðsfélags Suðurlands, Tryggvi Ástþórsson og starfsmaður félagsins Ástþór Jón Ragnheiðarson gerðu sér ferð til Húsavíkur í vikunni til að heimsækja forystumenn Framsýnar. Aðalsteinn Árni formaður og Ósk Helgadóttir varaformaður tóku vel á móti gestunum og funduðu með þeim. Heimsóknin var ánægjuleg í alla staði og miklar umræður urðu um verkalýðsmál, vinnustaðaeftirlit og stöðuna í hreyfingunni. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er ekki mikill kærleikur innan hreyfingarinnar um þessar mundir þar sem kallað hefur verið eftir breytingum, það er að þeir sem setið hafa við völd innan Alþýðusambandsins allt of lengi gefi öðrum kost á því að komast til áhrifa innan hreyfingarinnar. Svo virðist sem þeir sem setið hafa við völd séu ekki beint hrifnir að því að stiga til hliðar þar sem þeim þykir afar vænt um stólana og rúmlega það.

 

Deila á