Starfsmenn Norðursiglingar komu saman til fundar í gærkvöldi til að kynna sér sérkjarasamning Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins vegna starfsmanna við hvalaskoðun. Fulltrúar frá Framsýn fóru yfir samninginn og svöruðu fyrirspurnum starfsmanna. Mikil ánægja var með fundinn. Í lok fundar hófst kosning á trúnaðarmanni fyrir starfsmenn. Kosningu lýkur kl. 16:00 á morgun. Starfsmenn Norðursiglingar sem náðu ekki að kjósa í gær er velkomið að koma við á Skrifstofu stéttarfélaganna og kjósa í dag og á morgun.